Enski boltinn

Ferdinand: Það verða engin vettlingatök ef ég mæti Ronaldo

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ronaldo og Ferdinand á góðri stundu með United.
Ronaldo og Ferdinand á góðri stundu með United. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United er strax farinn að búa sig undir að mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili.

Félögin eru reyndar ekki saman í riðli en Ferdinand kveðst hafa það sterklega á tilfinningunni að þau eigi eftir að mætast síðar í keppninni og hlakkar sérstaklega til þess að eiga við Ronaldo.

„Ég er búinn að vera að tala við Ronaldo í síma og hef sagt honum að ég sé sannfærður um að við munum mætast á vellinum á þessu tímabili. Þú vilt prófa þig gegn þeim bestu og hann er sá besti. Ég mun heilsa honum og taka í hendina á honum en það verða engin vettlingatök ef ég mæti honum inni á vellinum. Ef það þarf að sparka í hann, þá mun ég gera það," segir Ferdinand í viðtali við Sport Magazine.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×