Fernando Alonso frá Spáni náði þriðja besta aksturstímanum á æfingum á Barcelona brautinni í gær og ekur í tímatökum í dag. Hann var annar á ráslínu í fyrra og heimamenn heimta frambærilega árangur. Alonso er í guðttölu á Spáni eftir tvo meistaratitla á ferlinum.
"Æfingarnar voru áhugaverðar af því við þurftum að prófa ógrynni af nýjum hlutum, sem voru hannaðir fyrir þessa braut. Mér gekk ekki sérlega vel á fyrstu æfingunni, skorti grip en á þeirri seinni tókst okkur að finna rétta taktinn", sagði Alonso.
Williams ökumennirnir Nico Rosberg og Kazuki Nakajima voru á undan honum á æfingunni.
"Ég verð að vera raunsær á möguleika mína, en ég tel að okkur gangi vel í tímatökunni. Markmið í mótinu er að ná í sem flest stig", sagði Alonso.
Bein útsending frá tímatökunni er á Stöð 2 Sport kl. 11.45, en kl. 8.55 hefst útsending frá lokaæfingunni keppnisliða. Kappaksturinn er á dagskrá kl. 11.30 á sunnudag.
Sjá brautarlýsingu
Alonso öflugur á heimavelli
