Toyota að slá toppliðin út 4. mars 2009 08:40 Timo Glock á Toyota hefur verið fljótastur allra tvo daga í röð. Mynd: Getty Images Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira