Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar.
Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september.
Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður
sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera
Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef
framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið
raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn.
Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar
til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð
á, vegna slaks árangurs.
Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar.