Stjarnan er komið með 1-0 forystu gegn Fram í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stjarnan vann í kvöld öruggan sjö marka sigur, 38-31.
Staðan í hálfleik var 21-15, Stjörnunni í vil. Þær náðu góðri forystu strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi. Í síðari hálfleik náðu Framarar mest að minnka muninn í fimm mörk en nær komust leikmenn liðsins ekki.
Varnarleikur Fram var ekki góður og leikmenn liðsins voru lengi að komast í gang í sóknarleik sínum. Þá var forysta Stjörnunnar orðin of mikil.
Mörk Stjörnunnar:
Elísabet Gunnarsdóttir 8
Kristín Clausen 8
Alina Petrache 8/3
Þorgerður Anna Atladóttir 8
Sólveig Lára Kjærnested 5
Harpa Eyjólfsdóttir 1
Þórhildur Gunnarsdóttir 1
Mörk Fram:
Hildur Knútsdóttir 6/1
Sara Sigurðardóttir 5
Karen Knútsdóttir 5
Stella Sigurðardóttir 4/1
Anett Köbli 3
Ásta Gunnarsdóttir 3
Guðrún Hálfdánardóttir 2
Þórey Stefánsdóttir 2
Marthe Sördal 2