NFL-deildin hefur sett útherjann Donte Stallworth í ótímabundið keppnisbann í kjölfar þess að hann játaði að hafa ekið undir áhrifum áfengis og í kjölfarið orðið manni að bana.
Stallworth fékk harðort bréf frá yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, þar sem hann segir hegðun Stallworth óafsakanlega og að hann hafi valdið fjölda manna sorg sem þau muni seint komast yfir.
Goodell segir að deildin muni taka sér tíma í að ákveða hæfilega refsingu fyrir hann í kjölfar þess að dómstólar dæmdu hann í 30 daga fangelsi.
Stallworth mun ekki fá nein laun þann tíma sem hann verður í banninu.