Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku 4. maí 2009 12:59 Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta." Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta."
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira