Federer getur komist í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 06:00 Rafael Nadal og Roger Federer - tveir bestu tenniskappar heims. Nordic Photos / AFP Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu." Erlendar Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu."
Erlendar Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira