Federer getur komist í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 06:00 Rafael Nadal og Roger Federer - tveir bestu tenniskappar heims. Nordic Photos / AFP Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu." Erlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira
Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu."
Erlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira