Formúla 1

Brottrekstur hjá McLaren vegna dómaramálsins

Lewis Hamilton hefur verið vinsæll hjá fréttamönnum síðustu vikuna.
Lewis Hamilton hefur verið vinsæll hjá fréttamönnum síðustu vikuna. Mynd: Getty Images

Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun.

Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu.

Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu.

Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu.

Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma.

Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30.

Sjá meira














Fleiri fréttir

Sjá meira


×