Brottrekstur hjá McLaren vegna dómaramálsins 3. apríl 2009 08:11 Lewis Hamilton hefur verið vinsæll hjá fréttamönnum síðustu vikuna. Mynd: Getty Images Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira
Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira