Hið nýja lið Brawn GP frumkeyrði bíl sinn á Silverstone í dag og ók Jenson Button bílnum. Liðið er byggt á gömlum belgjum Honda Formúlu 1 liðsins, sem var formlega selt í vikunni.
Bretinn Ross Brawn keypti liðið og eftir tilkynningu þar um hélt hann ásamt sínum mönnum til æfinga á Silverstone í dag. Button var kátur um borð í bílnum enda er hann búinn að bíða í 4 mánuði eftir því hvort hann yrði Formúlu 1 ökumaður í ár eður ei.
Brawn GP liðið mætir á æfingar á Barcelona brautinni á mánudaginn.