Viðskipti erlent

Töluverðar sveiflur á álmarkaðinum

Töluverðar sveiflur hafa verið á álverðinu í heiminum undanfarna sjö daga. Verðið miðað við þriggja mánaða afhendingu fór hæst í tæplega 1.470 dollara tonnið en í dag er það komið í tæplega 1.430 dollara tonnið.

Þegar verðþróunin á áli á markaðinum í London, London Metal Exchange, er skoðuð sést að þriggja mánaða verðið var rúmlega 1.430 dollarar á tonnið þann 21. apríl s.l. Síðan tók það töluverða sveiflu upp á við og fór hæst í tæpa 1.470 dollara þann 23. apríl.

Frá þeim tíma hefur verðið sigið stöðugt niður á við og er komið sem fyrr segir undir 1.430 dollara í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×