Viðskipti erlent

Tap Oxford meira en nam varasjóði í íslensku bönkunum

Oxfordborg tapaði meira fé á íslensku bönkunum í Bretlandi en nemur varasjóð borgarinnar. Af þeim sökum hefur nú myndast gat í fjárhagsáætlun borgarinnar upp á 1,5 milljónir punda eða yfir 250 milljónir kr.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er Oxford þar með í hópi 18 sveita- og borgarstjórna og opinberra aðila í Bretlandi sem þannig er ástatt fyrir.

Í heild áttu 127 opinberir aðilar í Bretlandi fé inn á innlánsreikningum íslensku bankanna í Bretlandi þegar þeir fóru í þrot síðasta haust.

Oxfordborg átti 4,5 milljónir punda inni hjá íslensku bönkunum en varasjóður borgarinnar innihélt 3 milljónir punda.

Sökum þessa mun Oxford ekki geta fjármagnað hina árlegu Cowley Road Carnival hátíð sína í ár auk annarra viðburða sem áformað hafði verið að veita fé til í fjárhagsáætlun borgarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×