Carl Lewis: Yfirvöld brugðust Semenya Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 13:59 Caster Semenya. Nordic Photos / AFP Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya. Erlendar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya.
Erlendar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn