Fjórir leikir fara fram í N1-deild kvenna í dag. Stórleikur dagsins fer fram í Safamýrinni þar sem Framstelpur taka á móti Haukum. Sá leikur hefst klukkan 13.00.
Hinir þrír leikirnir hefjast allir klukkan 16.00. Þá tekur FH á móti Stjörnunni, Grótta sækir HK heim og Valur tekur á móti Fylki.
Stöðuna í deildinni má sjá hér.