Barrichello sótti á Button með sigri 13. september 2009 15:03 Rubens Barrichello var kátur með sigurinn á Monza í dag. mynd: Getty Images Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira