Florentina Stanciu hefur samið við Stjörnuna um að leika áfram með liðinu næstu þrjú árin.
Þetta staðfesti Þór Jónsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi.
„Þetta eru góðar fréttir fyrir Stjörnuna enda frábær íþróttamaður og góður félagi og samstarfsmaður," sagði Þór.
Stanciu var kjörinn besti markvörður N1-deildar kvenna á nýliðnu tímabili en Stjarnan varð bæði Íslands- og bikarmeistari.