Ralf Schumacher, bróðir Michael Schumacher telur að endurkoma hans sé frábær lyftistöng fyrir íþróttina eftir margar neikvæðir fréttir af íþróttinni síðustu vikurnar.
"Bróður minn hefur brunnið í skinninu að keppa aftur í Formúlu 1 og þó enginn hafi búist við því að þetta mundir gerast, þá eru þetta frábærar fréttir eftir allar neikvæður fyrirsagninar um Formúlu 1 síðustu vikurnar", sagði Ralf.
Ralf keppir í DTM kappakstri í Þýskalandi, en var áður í Formúlu 1 og vann marga sigra. Dagblaðið Bild tók enn dýpra í árinni og sagði að Guð kappaksturs ætlaði að keppa á ný og að goðsögnin mynd mæta á brautina á Valencia á Spáni í lok ágúst.
Schumacher mun aka á móti Kimi Raikkönen í stað Felipe Massa sem þarf tíma til að jafna sig af meiðslum, sem hann hlaut um síðustu helgi í Ungverjalandi.