Button hefur áhyggjur af gangi mála 28. júlí 2009 08:29 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Michibata. mynd: kappakstur.is Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu. "Webber er búinn að ná fimm stigum á mig að meðaltali í þremur mótum. Það eru sjö mót eftir og ef þetta heldur áfram verður hann búinn að ná mér eftir fjögur... Þetta er svipað og að vera í gulu treydjunni í Frakklandstúrnum, vitandi það að þegar þú kemur í fjalllendi þá missir þú af forystunni"; sagði Button um stöðuna í stigamótinu. Hann er nú með 18.5 stig á Webber sem ekur Red Bull. "Við verðum að leysa vanda okkar sem felst í því að ég næ ekki hita í dekkinn í mótum. Svo vandast málið þar sem loka verður höfuðstöðvum liðsins í tvær vikur i ágúst samkvæmt samkomulagi allra liða og FIA. Þá verður engin þróunarvinna. Það er gaman að leiða meistaramótið, en ekki ef maður sér fram á slakt gengi í næstu mótum. Kannski eru veðurguðirnir að gera mótið spennandi með því að hafa kaldara veður en ella, en það háir okkur. Dekk okkar eru 60 gráðu heit í keppni, en þurfa að vera um 80. Við verðum að leysa þetta mál", sagði Button.Sjá stigagjöfina í mótum ársins Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu. "Webber er búinn að ná fimm stigum á mig að meðaltali í þremur mótum. Það eru sjö mót eftir og ef þetta heldur áfram verður hann búinn að ná mér eftir fjögur... Þetta er svipað og að vera í gulu treydjunni í Frakklandstúrnum, vitandi það að þegar þú kemur í fjalllendi þá missir þú af forystunni"; sagði Button um stöðuna í stigamótinu. Hann er nú með 18.5 stig á Webber sem ekur Red Bull. "Við verðum að leysa vanda okkar sem felst í því að ég næ ekki hita í dekkinn í mótum. Svo vandast málið þar sem loka verður höfuðstöðvum liðsins í tvær vikur i ágúst samkvæmt samkomulagi allra liða og FIA. Þá verður engin þróunarvinna. Það er gaman að leiða meistaramótið, en ekki ef maður sér fram á slakt gengi í næstu mótum. Kannski eru veðurguðirnir að gera mótið spennandi með því að hafa kaldara veður en ella, en það háir okkur. Dekk okkar eru 60 gráðu heit í keppni, en þurfa að vera um 80. Við verðum að leysa þetta mál", sagði Button.Sjá stigagjöfina í mótum ársins
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira