Ekki drepa málum á dreif Jón Sigurðsson skrifar 23. október 2009 06:00 Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun