Sport

Witter mistókst að endurheimta WBC-léttveltivigtarbeltið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Junior Witter.
Junior Witter. Nordic photos/AFP

Fyrrum WBC-léttveltivigtarmeistarinn Junior Witter varð að hætta vegna meiðsla eftir áttundu lotu í beltabardaga sínum gegn Devon Alexander í gærkvöldi.

Hinn 35 ára gamli Witter var búinn að gefa í skyn að ef hann myndi endurheimta beltið þá væri bardagi gegn breska ungstirninu Amir Khan í spilunum en nú er næsta víst að ekkert verði af því.

„Olnboginn á mér var orðinn ónýtur í fjórðu lotu og ég gat bara ekki haldið áfram. Það var einróma skoðun okkar í horninu mínu að ganga frá þessu. Mér leið illa og gat engan veginn beitt mér eins og ég vildi. Ég vildi ekki hætta. Ég vildi vinna en stundum verður maður að sýna skynsemi," segir Witter í samtali við Showtime sjóvarpsstöðina.







Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×