Tæknistjóra Renault boðin friðhelgi fyrir vitnisburð 15. september 2009 08:38 Fernando Alonso vann sigur í Singapú mótinu í fyrra, en áhöld eru um hvort Renault svindlaði í mótinu eður ei. mynd: kappakstur.is Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira