Tenniskappinn Andy Roddick er kominn aftur á stjá eftir að hafa jafnað sig á mjaðmarmeiðslum sem hafa haldið honum frá keppni síðan á Wimbledon-mótinu fyrr í sumar.
Bandaríkjamaðurinn Roddick tapaði sem kunnugt er úrslitaleik mótsins gegn Svisslendingnum Roger Federer.
Roddick vann hins vegar endurkomu leik sinn gegn Benjamin Becker á Legg Mason-mótinu sem nú stendur yfir og bætti svo við 500. sigrinum á ferlinum þegar hann vann Sam Querrey.
Roddick líkt og Spánverjinn Rafael Nadal, sem einnig var að stíga upp úr meiðslum, munu væntanlega setja allt á fullt núna til þess að vera klárir fyrir Opna-bandaríska meistaramótið sem hefst í lok mánaðarins.
Þar hefur Federer hins vegar verið einvaldur og unnið síðustu fimm skipti en hann vann einmitt Roddick í úrslitaleik mótsins árið 2006.