Bjarni á kjörstað: Atvinnan er stærsta velferðarmálið 25. apríl 2009 09:16 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætti ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir stundu. Með í för var framtíðin eins og hann orðaði það og hann sagði framtíðina bjarta. Hann sagði nokkuð öruggt hvað hann væri að fara að gera í kjörklefanum og vonaði að flokkurinn fengi fleiri atkvæði en kannanir hafa sýnt upp á síðkastið. „Það er óhætt að segja að það hafi verið langir og strangir dagar undanfarið. Ég vissi reyndar að svo yrði fyrirfram en þannig er líf stjórnmálamannanna. Það koma kaflar þar sem unnið er sleitulaust en svo er þetta rólegt inn á milli, ég kvarta hinsvegar ekki yfir neinu," sagði Bjarni í samtali við Bylgjuna fyrir stundu. Aðspurður hversvegna fólk ætti að kjósa flokk Bjarna sagði hann að fólk ætti að gefa nýrri forystu Sjálfstæðisflokksins tækifæri og hugsa um hvaða flokkur væri líklegastur til þess að byggja upp atvinnu í landinu. „Atvinnan er stærsta velferðarmál fjölskyldunnar." Bjarni sagði að í kosningabaráttunni hefðu menn eytt alltof miklu púðri í að ræða gamla hluti. „Ég skil hinsvegar mjög vel umræðuna um styrki til stjórnmálaflokkanna og sú umræða verður að vera gagnsæ. Við höfum hinsvegar of lítið rætt þau gríðarlega stóru verkefni sem okkar bíða," sagði Bjarni rétt áður en hann steig inn í kjörklefa. Kosningar 2009 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætti ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir stundu. Með í för var framtíðin eins og hann orðaði það og hann sagði framtíðina bjarta. Hann sagði nokkuð öruggt hvað hann væri að fara að gera í kjörklefanum og vonaði að flokkurinn fengi fleiri atkvæði en kannanir hafa sýnt upp á síðkastið. „Það er óhætt að segja að það hafi verið langir og strangir dagar undanfarið. Ég vissi reyndar að svo yrði fyrirfram en þannig er líf stjórnmálamannanna. Það koma kaflar þar sem unnið er sleitulaust en svo er þetta rólegt inn á milli, ég kvarta hinsvegar ekki yfir neinu," sagði Bjarni í samtali við Bylgjuna fyrir stundu. Aðspurður hversvegna fólk ætti að kjósa flokk Bjarna sagði hann að fólk ætti að gefa nýrri forystu Sjálfstæðisflokksins tækifæri og hugsa um hvaða flokkur væri líklegastur til þess að byggja upp atvinnu í landinu. „Atvinnan er stærsta velferðarmál fjölskyldunnar." Bjarni sagði að í kosningabaráttunni hefðu menn eytt alltof miklu púðri í að ræða gamla hluti. „Ég skil hinsvegar mjög vel umræðuna um styrki til stjórnmálaflokkanna og sú umræða verður að vera gagnsæ. Við höfum hinsvegar of lítið rætt þau gríðarlega stóru verkefni sem okkar bíða," sagði Bjarni rétt áður en hann steig inn í kjörklefa.
Kosningar 2009 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira