Sérnefnd um stjórnarskrármál fundaði á Alþingi í morgun og hófst fundurinn klukkan kortér yfir átta. Sérnefndinni hefur verið falið að leysa ágreining sem uppi er um frumvarp til stjórnarskipunarmála. Fundinum lauk fyrir stundu án þess að niðurstaða fengist í málið og er áætlað að nefndin hittist á ný í hádeginu.
