Handbolti

Öruggur sigur Hauka á Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór mikinn í leiknum í dag.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór mikinn í leiknum í dag. Mynd/Daníel

Haukar unnu í dag öruggan sigur á Fylki í N1-deild kvenna í handbolta, 30-22. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór hamförum í leiknum í dag og skoraði átján mörk. Ester Óskarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Hauka.

Hjá Fylki var Sunna Jónsdóttir markahæst með átta mörk en Sigríður Hauksdóttir kom næst með fjögur.

Bryndís Jónsdóttir varði 24 skot í marki Hauka en Guðrún Ósk Mariasdóttir þrettán fyrir Fylki.

Fyrr í dag vann Fram stórsigur á KA/Þór, 35-21. Þá vann HK sigur á Víkingi á heimavelli, 24-18, í botnslag deildarinnar.

Fram er í öðru sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir níu leiki, rétt eins og Stjarnan. Valur er í þriðja sæti með fjórtán stig en á leik til góða gegn KA/Þór á heimavelli á morgun.

Haukar eru svo í fjórða sætinu með tíu stig, Fylkir í fimmta sæti með sex stig og KA/Þór í sjöunda með þrjú stig.

Þetta var fyrsti sigur HK í dag sem er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Víkingur er á botninum án stiga.

Haukar - Fylkir 30-22 (15-12)

Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 18, Ester Óskarsdóttir 6, Þórunn Friðriksdóttir 3, Ramune Pekarskyte 2, Erna Þráinsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 8, Sigríður Hauksdóttir 4, Ela Kowal 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Hildur Harðardóttir 2, Elín Helga Jónsdóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1.

HK - Víkingur 24-18 (12-8)

Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 9, Lilja Lind Pálsdóttir 5, Gerður Arinbjarnar 4, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1.

Mörk Víkings: María Karlsdóttir 4, Kristín Jónsdóttir 3, Diana Nordbek 2, Guðný Halldórsdóttir 2, Anna María Bjarnadóttir 2, Helga Birna Brynjólfsdóttir 2, Helga Guðmundsdóttir 2, Berglind Halldórsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×