Henrik Larsson, fyrrum framherji Celtic, Barcelona og Manchester United, er orðinn þjálfari sænska 2. deildarliðsins Landskrona Bois. Hinn 38 ára gamli Larsson lagði skóna á hilluna í vetur eftir að hafa klárað ferillinn hjá Helsingborg.
„Ég er mjög upp með mér með að hafa fengið þetta tilboð miðað við það að ég hef enga reynslu sem þjálfari. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og hlakka til að takast á við þetta verkefni. Við bíðum síðum og sjáum hversu vel þetta gengur," sagði Larsson.
Larsson á að baki 106 landsleiki fyrir Svía og varð alls sjö sinnum landsmeistari með Celtic (4), Barcelona (2) og Manchester United (1). Hann vann einnig Meistaradeildina með Barcelona-liðinu.
Henke Larsson orðinn þjálfari Landskrona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti



„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti
