New York Giants hefur ákveðið að losa sig við útherjann Plaxico Burress. Ákvörðunin kemur þrem dögum eftir að ákveðið var að rétta yfir útherjanum í júní.
Burress gæti átt yfir höfði sér rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að bera ólöglegt skotvopn.
Upp komst um athæfið þegar skot hljóp úr byssunni á skemmtistað. Kúlan hafnaði í læri Burress. Afar neyðarlegt.
Framtíð þessa hæfileikaríka útherja er því í óvissu enda ekki vitað fyrr en í sumar hvort hann þarf að fara í fangelsi eður ei.