Konurnar eiga sviðið hér á Íslandi í kvöld. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila á Norður-Írlandi og svo er spilað bæði í N1-deild kvenna og Iceland Express-deild kvenna í kvöld.
Í N1-deild kvenna fara fram tveir leikir. Fram tekur á móti HK og svo er stórleikur að Ásvöllum þar sem topplið Vals sækir Hauka heim. Verður það hörkurimma.
Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.30.
Í Iceland Express-deild kvenna fara fram fjórir leikir. Í Hveragerði tekur Hamar á móti Haukum, KR sækir Keflavík heim, Snæfell fær Grindavík í heimsókn og Njarðvík mætir Val í Vodafonehöllinni.
Leikirnir í körfuboltanum hefjast klukkan 19.15.