Breska sundkonan Jo Jackson bætti í kvöld heimsmetið í 400 metra skriðsundi á breska meistaramótinu sem hófst í Sheffield í dag.
Jackson hafði betur í baráttu sinni við Rebeccu Adlington sem vann gull í greininni á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.
Báðar syntu þær undir gamla heimsmetinu en Jackson synti á 4:00,66 mínútum. Federica Pellegrini átti gamla heimsmetið.
Nýtt heimsmet hjá Jackson
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
