Massa spaír Button meistaratitlinum 4. júní 2009 19:36 Felipe Massa lítur á Istanbúl á sinn annan heimavöll eftir 3 sigra á 3 árum. Mynd: Kappakstur.is Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina. "Ég gefst ekki upp þótt á mót blási og mun berjast til síðustu beygju, síðasta mótsins. En reynslan segir mér að Brawn liðið landi titlunum í ár. Titilslagnum er lokið í mínum huga", sagði Massa við blaðamenn í Istanbúl í dag. "Red Bull menn eiga möguleika, en Ferrari er hvergi nærri toppnum. Við munum þó berjast til sigurs í öllum mótum og reyna vinna eins mörg og við getum. Tölfræðilega eigum við sjéns, en ég hef enga trú á að Brawn missi flugið. Ég tel að við séum með næsta besta bílinn og ég held að mótið í Istanbúl verði mjög spennandi. Brawn og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og ég hlakka til að berjast um sigur", sagði Massa. Fjallið er um mótshaldið í Tyrklandi um helgina í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina. "Ég gefst ekki upp þótt á mót blási og mun berjast til síðustu beygju, síðasta mótsins. En reynslan segir mér að Brawn liðið landi titlunum í ár. Titilslagnum er lokið í mínum huga", sagði Massa við blaðamenn í Istanbúl í dag. "Red Bull menn eiga möguleika, en Ferrari er hvergi nærri toppnum. Við munum þó berjast til sigurs í öllum mótum og reyna vinna eins mörg og við getum. Tölfræðilega eigum við sjéns, en ég hef enga trú á að Brawn missi flugið. Ég tel að við séum með næsta besta bílinn og ég held að mótið í Istanbúl verði mjög spennandi. Brawn og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og ég hlakka til að berjast um sigur", sagði Massa. Fjallið er um mótshaldið í Tyrklandi um helgina í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld.
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira