Skýring á slysi Massa og breytt ráslína 26. júlí 2009 07:01 Slys Felipe Massa var mikið áfall fyrir Ferrari og starfsmenn þess í gær. mynd: kappakstur.is Í ljósi þess að Felipe Massa keppir ekki vegna þess að hann höfuðkúpubrotnaði í tímatökunni í gær, þá hefur staða manna breyst á ráslínunni. Massa hafði landað tíunda sætin á ráslínu og varaökumaður Ferrari fær ekki að taka hans stað þar sem Massa hóf ekki lokaumferðina eins og reglur segja til um. Sebastian Buemi á Torro Rosso færist því upp um sæti og allir sem á eftir fylgja. Massa dvelur á gjörgæslu á AEK spítalanum í Búdapest og líðan hans sögð eftir atvikum góð. Hann skarst í andliti og höfuðkúpubrotnaði þegar 1 kg þungur gormur úr bíl Rubens Barrichello skall á hjálmi hans. Þykir með ólíkindum að það hafi gerst, þar sem gormurinn losnaði fjórum sekúndum áður af afturdempara á bíl Barrichello. Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn segir að rannsakað verði hvernig gormurinn gat losnað á þennan hátt og skotist eftir brautinni. Kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 í dag og þá verður farið yfir það sem gerðist í óhappinu. Sjá tölfræði og ráslínuna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Í ljósi þess að Felipe Massa keppir ekki vegna þess að hann höfuðkúpubrotnaði í tímatökunni í gær, þá hefur staða manna breyst á ráslínunni. Massa hafði landað tíunda sætin á ráslínu og varaökumaður Ferrari fær ekki að taka hans stað þar sem Massa hóf ekki lokaumferðina eins og reglur segja til um. Sebastian Buemi á Torro Rosso færist því upp um sæti og allir sem á eftir fylgja. Massa dvelur á gjörgæslu á AEK spítalanum í Búdapest og líðan hans sögð eftir atvikum góð. Hann skarst í andliti og höfuðkúpubrotnaði þegar 1 kg þungur gormur úr bíl Rubens Barrichello skall á hjálmi hans. Þykir með ólíkindum að það hafi gerst, þar sem gormurinn losnaði fjórum sekúndum áður af afturdempara á bíl Barrichello. Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn segir að rannsakað verði hvernig gormurinn gat losnað á þennan hátt og skotist eftir brautinni. Kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 í dag og þá verður farið yfir það sem gerðist í óhappinu. Sjá tölfræði og ráslínuna
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira