Óhætt er að segja að háspenna sé í Sao Paulo eftir fyrsta æfingadag Formúlu 1 liða í Brasilíu. Kapparnir þrír sem eru efstir í titilslagnum voru allir meðal fremstu manna á tveimur æfingum dagsins.
Fernando Alonso skekkti þó myndina nokkuð ásamt Sebastian Buemi með en þeir voru fljótastir á seinni æfingunni og Mark Webber á þeirri fyrri. En Rubens Barrichello var meðal þriggja fremstu á báðum æfingum og hann ætlar sér sigur á heimavelli og ekkert múður.
Jenson Button var fimmti fljótastur á seinni æfingunni og Sebastian Vettel sjöundi fljótastur. En það munaði ekki nema 0.4 sékúndum á fyrsta og tíunda bíla, þannig að tímatakan verður spennandi fyrir þennan kappakstur.
Spáð er rigningu alla mótshelgina, en ítarlega er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 21:00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfing keppnisliða er á morgun og tímatakan að sama skapi.
Sjá brautarlýsingu og aksturstímanna.