Sport

Haye sannfærður um að geta rotað rússneska risann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nikolai Valuev og David Haye.
Nikolai Valuev og David Haye. Nordic photos/AFP

Bretinn David Haye er fullur sjálfstrausts fyrir bardagann gegn hinum 2,18 metra háa Rússa Nikolai Valuev en þeir mætast í hringnum 7. nóvember næstkomandi.

Haye er búinn að láta gamminn geysa í fjölmiðlum í aðdraganda bardagans og kallað Valuev bæði ljótann og loðinn en hann er einnig sannfærður um að hann eigi eftir að vinna bardagann með rothöggi þegar á hólminn er komið.

„Ég veit að ég get rotað hann og það er það sem ég ætla mér að gera. Ég stefni því að verða fyrsti breski þungavigtarmeistarinn síðan Lennox Lewis vann á sínum tíma," sagði Haye á blaðamannafundi fyrir bardagann sem haldinn var í gær.

Valuev er núverandi WBA-þungavigtameistarinn en Haye er sjálfur að fara að keppa í þungavigtarflokki í fyrsta skiptið eftir að hafa fært sig upp um flokk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×