ÍA, Þór og ÍR unnu sína leiki í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld, líkt og Selfyssingar sem komust þar með upp í Pepsi-deildina.
ÍA vann Víking 2-0 á útivelli þar sem Ragnar Leósson skoraði bæði mörkin og ÍR vann KA á heimavelli með sömu markatölu. Kristján Ari Halldórsson og Eyþór Guðnason skoruðu mörk ÍR.
Þórsarar unnu góðan sigur á Fjarðabyggð með einu marki gegn engu. Jóhann Helgason skoraði markið.
Smelltu hér til að sjá stöðuna í 1. deild karla af heimasíðu KSÍ.
