Gísli Íslandsmeistari í lyftingum 20. apríl 2009 08:30 Gísli Kristjánsson, til vinstri, og Erlendur Helgi Jóhannesson. Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls mættu sjö keppendur til leiks og kepptu í fjórum þyngdarflokkum.69 kg flokkur Í 69 kg flokki keppti Aron Sigurþórsson, Ármanni. Hann snaraði 58 kg í annarri tilraun en mistókst naumlega við 65 kg í þriðju tilraun, sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Aron jafnhattaði síðan 70 kg í fyrstu tilraun, 76 kg í annarri tilraun og mistókst aftur naumlega með 81 kg í jafnhöttun í þriðju tilraun, sem einnig hefði verið Íslandsmet. Það er ljóst að Aron mun fella þessi Íslandsmet innan skamms. Aron er Íslandsmeistari í 69 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Erlendur Helgi Jóhannesson.85 kg flokkur Erlendur Helgi Jóhannesson keppti í 85 kg flokki. Í fyrstu tilraun í snörun lyfti hann 92 kg, sem er Íslandsmet unglinga. Í annarri tilraun snaraði hann 96 kg og bætti þar með eigið met. Í þriðju tilraun mistókst honum naumlega að snara 100 kg. Þegar kom að jafnhendingu hóf Erlendur keppni á 113 kg og lyfti þvi auðveldlega. Sú lyfta var tvöfalt Íslandsmet unglinga því hún gaf met bæði í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. En Erlendur bætti um betur í næstu tveimur lyftum þar sem hann jafnhattaði fyrst 118 kg og síðan 121 kg. Báðar þessar lyftur voru tvöföld Íslandsmet og má segja að Erlendur hafi samtals sett átta unglingamet á mótinu. Eftir stendur þá að Erlendur á öll þrjú unglingametin í 85 kg flokki, í snörun, í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Erlendur er Íslandsmeistari í 85 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Keppendur á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum. Frá vinstri eru Víkingur, Aron, Fróði, Ægir, Ásgeir, Gísli og Erlendur.94 kg flokkur Í 94 kg flokki voru þrír keppendur, Fróði Kristjánsson, Ármanni, Ægir Valsson, Ármanni, og Víkingur Eyjólfsson, Ármanni. Fróði snaraði 67 kg í annarri tilraun og 71 kg í þriðju tilraun. Hann jafnhattaði 92 kg í fyrstu, 97 kg í annarri og 100 kg í þriðju tilraun. Ægir snaraði 70 kg í fyrstu tilraun og 75 kg í annarri en mistókst með 80 kg í þriðju. Ægir átti í erfiðleikum í snöruninni vegna smávægilegra meiðsla en bætti um betur í jafnhöttuninni. Fyrsta jafnhöttunin var 112 kg og var það vandalaus lyfta. Önnur tilraun með 118 kg mistókst, en það hefði verið Íslandsmet unglinga. En Ægir var ekki af baki dottinn því hann óskaði þess að stöngin yrði þyngd í 120 kg, sem er enn meiri bæting á unglingametinu. Hann lyfti þeirri þyngd vandræðalaust og bætti þar með unglingametið um þrjú kg. Víkingur hóf keppni í snörun á 105 kg og tók þá lyftu nokkuð léttilega. Honum mistókst síðan við 110 kg í annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun tók Víkingur 125 kg í fyrstu tilraun en mistókst síðan tvisvar við 130 kg. Víkingur er Íslandsmeistari í 94kg flokki í ólympískum lyftingum 2009, Ægir varð í öðru sæti og Fróði í þriðja. Ásgeir Bjarnason.+105 kg flokkur Í +105 kg flokki voru tveir keppendur, Ásgeir Bjarnason, FH og Gísli Kristjánsson, Ármanni. Ásgeir byrjaði fremur illa á því að mistakast tvisvar að snara 120 kg og var þar með kominn í stóra hættu með að falla úr keppni með því að mistakast í öllum þremur tilraunum í snörun. En í stað þess bað hann um að þyngdin á stönginni yrði aukin í 123 kg og lyfti þeirri þyngd léttilega. Ásgeir jafnhattaði síðan 140 kg, 146 kg og loks 151 kg, sem er persónulegt met fyrir Ásgeir. Gísli Kristjánsson var stjarna mótsins meðal fullorðinna. Hann snaraði fyrst 130 kg, síðan 135 kg og loks 140 kg. Allt voru þetta gullfallegar lyftur, enda er Gísli þekktur fyrir fagra snörun. Gísli jafnhattaði síðan fyrst 155 kg, síðan 160 kg og loks 165 kg. Gísli missti því ekki eina einustu lyftu á mótinu. Gísli Kristjánsson.Gísli er Íslandsmeistari í +105kg flokki í ólympískum lyftingum 2009 og Ásgeir varð í öðru sæti. Gísli sigraði örugglega í stigakeppni mótsins, fékk 324 Sinclair stig, þar sem keppendur eru bornir saman með tilliti til bæði líkamsþyngdar og samanlagðs árangurs. Innlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls mættu sjö keppendur til leiks og kepptu í fjórum þyngdarflokkum.69 kg flokkur Í 69 kg flokki keppti Aron Sigurþórsson, Ármanni. Hann snaraði 58 kg í annarri tilraun en mistókst naumlega við 65 kg í þriðju tilraun, sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Aron jafnhattaði síðan 70 kg í fyrstu tilraun, 76 kg í annarri tilraun og mistókst aftur naumlega með 81 kg í jafnhöttun í þriðju tilraun, sem einnig hefði verið Íslandsmet. Það er ljóst að Aron mun fella þessi Íslandsmet innan skamms. Aron er Íslandsmeistari í 69 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Erlendur Helgi Jóhannesson.85 kg flokkur Erlendur Helgi Jóhannesson keppti í 85 kg flokki. Í fyrstu tilraun í snörun lyfti hann 92 kg, sem er Íslandsmet unglinga. Í annarri tilraun snaraði hann 96 kg og bætti þar með eigið met. Í þriðju tilraun mistókst honum naumlega að snara 100 kg. Þegar kom að jafnhendingu hóf Erlendur keppni á 113 kg og lyfti þvi auðveldlega. Sú lyfta var tvöfalt Íslandsmet unglinga því hún gaf met bæði í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. En Erlendur bætti um betur í næstu tveimur lyftum þar sem hann jafnhattaði fyrst 118 kg og síðan 121 kg. Báðar þessar lyftur voru tvöföld Íslandsmet og má segja að Erlendur hafi samtals sett átta unglingamet á mótinu. Eftir stendur þá að Erlendur á öll þrjú unglingametin í 85 kg flokki, í snörun, í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Erlendur er Íslandsmeistari í 85 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Keppendur á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum. Frá vinstri eru Víkingur, Aron, Fróði, Ægir, Ásgeir, Gísli og Erlendur.94 kg flokkur Í 94 kg flokki voru þrír keppendur, Fróði Kristjánsson, Ármanni, Ægir Valsson, Ármanni, og Víkingur Eyjólfsson, Ármanni. Fróði snaraði 67 kg í annarri tilraun og 71 kg í þriðju tilraun. Hann jafnhattaði 92 kg í fyrstu, 97 kg í annarri og 100 kg í þriðju tilraun. Ægir snaraði 70 kg í fyrstu tilraun og 75 kg í annarri en mistókst með 80 kg í þriðju. Ægir átti í erfiðleikum í snöruninni vegna smávægilegra meiðsla en bætti um betur í jafnhöttuninni. Fyrsta jafnhöttunin var 112 kg og var það vandalaus lyfta. Önnur tilraun með 118 kg mistókst, en það hefði verið Íslandsmet unglinga. En Ægir var ekki af baki dottinn því hann óskaði þess að stöngin yrði þyngd í 120 kg, sem er enn meiri bæting á unglingametinu. Hann lyfti þeirri þyngd vandræðalaust og bætti þar með unglingametið um þrjú kg. Víkingur hóf keppni í snörun á 105 kg og tók þá lyftu nokkuð léttilega. Honum mistókst síðan við 110 kg í annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun tók Víkingur 125 kg í fyrstu tilraun en mistókst síðan tvisvar við 130 kg. Víkingur er Íslandsmeistari í 94kg flokki í ólympískum lyftingum 2009, Ægir varð í öðru sæti og Fróði í þriðja. Ásgeir Bjarnason.+105 kg flokkur Í +105 kg flokki voru tveir keppendur, Ásgeir Bjarnason, FH og Gísli Kristjánsson, Ármanni. Ásgeir byrjaði fremur illa á því að mistakast tvisvar að snara 120 kg og var þar með kominn í stóra hættu með að falla úr keppni með því að mistakast í öllum þremur tilraunum í snörun. En í stað þess bað hann um að þyngdin á stönginni yrði aukin í 123 kg og lyfti þeirri þyngd léttilega. Ásgeir jafnhattaði síðan 140 kg, 146 kg og loks 151 kg, sem er persónulegt met fyrir Ásgeir. Gísli Kristjánsson var stjarna mótsins meðal fullorðinna. Hann snaraði fyrst 130 kg, síðan 135 kg og loks 140 kg. Allt voru þetta gullfallegar lyftur, enda er Gísli þekktur fyrir fagra snörun. Gísli jafnhattaði síðan fyrst 155 kg, síðan 160 kg og loks 165 kg. Gísli missti því ekki eina einustu lyftu á mótinu. Gísli Kristjánsson.Gísli er Íslandsmeistari í +105kg flokki í ólympískum lyftingum 2009 og Ásgeir varð í öðru sæti. Gísli sigraði örugglega í stigakeppni mótsins, fékk 324 Sinclair stig, þar sem keppendur eru bornir saman með tilliti til bæði líkamsþyngdar og samanlagðs árangurs.
Innlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira