Rússneski olígarkinn Oleg Deripaska, ríkasti maður landsins, sem jafnframt er forstjóri og stærsti hluthafi álrisans Rusal, sagði á ársfundinum um helgina uppsveiflu í álgeiranum lokið í bili.
Rök hans eru þau að þrengingar á helstu mörkuðum muni valda því að áfram muni draga úr eftirspurn eftir áli. Eftirspurnin hefur nú þegar dregist saman um fjórðung á milli ára og hafa álbirgðir hrannast upp hjá helstu framleiðendum af þessum sökum.
Þessi þróun mun svo valda því að framleiðendur, svo sem Rusal og Alcoa, muni draga frekar úr álframleiðslu til að halda verðinu uppi, að hans mati.
Álverðið hefur lækkað gríðarlega síðustu tólf mánuði og stendur nú um stundir í kringum 1.349 dali á tonnið. Það er um 150 dölum á tonnið undir arðsemismati Kárahnjúkavirkjunar.
Gangi væntingar Deripaska fram að ganga mun verðið hækka lítillega og standa í 1.600 dölum á tonn næstu sjö ár að meðaltali. - jab
Álveislunni lokið

Mest lesið

Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent


Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent
Viðskipti erlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent
