Viðskipti erlent

Fiat vill kaupa GM í Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota. Áætlað hefur verið að nýja fyrirtækið muni velta um 100 milljörðum dollara á ári, jafnvirði um 12.700 milljarða króna, og selja á bilinu sex til sjö milljónir bíla. Með kaupunum á General Motors fylgja bæði Opel og Saab sem eru í eigu General Motors.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×