Viðskipti erlent

Stýrivaxtalækkun á ESB svæðinu undir væntingum

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í hádeginu. Þessi lækkun var töluvert undir væntingum greinenda og sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri lækkun í spám sínum.

Jacob Gravens aðalhagfræðingur Sydbank var ekkert að skafa af í viðbrögðum sínum. „Hvern andsk. eru þeir að hugsa?" segir Gravens í samtali við Jyllands Posten um lækkunina, „Í skjótu bragði sjáum við ekki neina meiningu með þessari ákvörðun."

Fleiri sérfræðingar hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með lækkunina. Samt sem áður hafa stýrivextir ECB aldrei verið lægri í sögunni en eftir lækkunin standa þeir í 1,25%.

Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri ECB mun færa rök fyrir ákvörðuninni eftir lokun markaða í Evrópu seinna í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×