Lewis Hamilton: Hef lært af mistökunum 23. maí 2009 07:44 Hamilton var meðal fremstu manna á æfingum í Mónakó og ekur í tímatökum í hádeginu í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira