Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti 29. janúar 2009 11:03 Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Mynd/GVA Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira