Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvellinum á morgun.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður úr Fram, kemur inn í hópinn í stað Árna Gauts Arasonar sem er meiddur. Ólafur hefur þegar þurft að kalla inn fjóra leikmenn í hópinn frá því að leiknum gegn Norðmönnum lauk á laugardaginn.
Hinir þrír sem voru komnir inn í hópinn voru Baldur Sigurðsson úr KR, Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val og Davíð Þór Viðarsson úr FH.
Leikurinn við Georgíu fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 9. september og hefst kl. 19:30.