Tottenham tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á útivelli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.
Heimamenn voru betri aðilinn í leiknum en náðu þó ekki að skora fyrr en tíu mínútur voru til leiksoka. Jadson átti þá fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem Seleznov skoraði úr með skalla.
Jadson skoraði svo sjálfur síðara mark leiksins eftir að hafa leikið á nokkra varnarmenn og skorað framhjá Heurelho Gomes í markinu.
Giovanni átti besta færi Tottenham í fyrri hálfleik en sigurinn var sem fyrr segir sanngjarna.
