Deilt á ævilangt bann Briatore 22. september 2009 10:24 Max Mosley svarar spurningum fréttamanna eftir dóminn í svindlmálinu frá Singapúr í fyrra. Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn."Mér sýnist bannið alltof strangt, ekki síst í ljósi þess að um takmarkaðar sannanir var að ræða og hann fékk ekki færi á að verja sig. Ég yrði ekki hissa á að Briatore sækti málið gegn FIA fyrir almennum dómstólum. Það er búið að meina honum að starfa við Formúlu 1", sagði Gracia."Það er ekkert samræmi í þessu, því Nelson Piquet sleppur refsilaust. Það skapar hættulegt fordæmi. Hann er ábyrgur fyrir þessum skandal alveg eins og Briatore og Pat Symonds. Ef Piquet ræður ekki við pressuna sem fylgir því að keppa í Formúlu 1, þá á hann ekki heima í íþróttinni.Briatore segist niðurbrotinn vegna dómsins og er að skoða hvort hann lögsækir FIA vegna málsins."Refsing Briatore er sú að hann má ekki koma nálægt mótum innan FIA né heldur vera umboðsmaður ökumanna. Það er sorglegur endir á löngum ferli,, en hvað gáum við annað gert", sagði Max Mosley forseti FIA um málið.Keppt verður í Singapúr um helgina og brautarlýsing er hér. Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn."Mér sýnist bannið alltof strangt, ekki síst í ljósi þess að um takmarkaðar sannanir var að ræða og hann fékk ekki færi á að verja sig. Ég yrði ekki hissa á að Briatore sækti málið gegn FIA fyrir almennum dómstólum. Það er búið að meina honum að starfa við Formúlu 1", sagði Gracia."Það er ekkert samræmi í þessu, því Nelson Piquet sleppur refsilaust. Það skapar hættulegt fordæmi. Hann er ábyrgur fyrir þessum skandal alveg eins og Briatore og Pat Symonds. Ef Piquet ræður ekki við pressuna sem fylgir því að keppa í Formúlu 1, þá á hann ekki heima í íþróttinni.Briatore segist niðurbrotinn vegna dómsins og er að skoða hvort hann lögsækir FIA vegna málsins."Refsing Briatore er sú að hann má ekki koma nálægt mótum innan FIA né heldur vera umboðsmaður ökumanna. Það er sorglegur endir á löngum ferli,, en hvað gáum við annað gert", sagði Max Mosley forseti FIA um málið.Keppt verður í Singapúr um helgina og brautarlýsing er hér.
Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira