Ástþór æfur út í Rúv - ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld 25. apríl 2009 09:45 Ástþór Magnússon Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag." Kosningar 2009 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag."
Kosningar 2009 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira