Kovalainen stal senunni í Búdapest 24. júlí 2009 09:38 Bretinn Lewis Hamilton segir að McLaren bíllinn henti vel á brautina í Búdapest, en hann hefur ekki enn unnið sigur. mynd: AFP Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun
Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira