Sport

Fúlskeggjaður Phelps fékk silfur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Phelps - myndarlegur með skeggið.
Michael Phelps - myndarlegur með skeggið. Nordic Photos / AFP

Michael Phelps tókst að ná sér í silfur á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug þar sem hann hefur átt afar misjöfnu gengi að fagna.

Hann varð annar í 200 metra fjórsundi en meira en tveimur sekúndum á eftir sigurvegaranum, Darian Townsend.

Áður mistókst honum að komast í úrslit í bæði 100 m flugsundi sem og 100 m skriðsundi.

Mótið fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð en Phelps mætti þar fúlskeggjaður til leiks sem gefur til kynna að honum er ekki alveg í sínu besta formi. Hann hefur einnig viðurkennt að hann hefur ekki verið að æfa jafn stíft og áður.

Phelps keppir einnig í gamallri gerð af sundbúningi þar sem þeir nýju verða ólöglegir frá og með næstu áramótum. Þjálfari Phelps vill að hann venjist því að keppa í gamla búningnum áður en keppni á bandaríska meistaramótinu hefst. 

Phelps mun einnig keppa á heimsbikarmóti í Berlín um helgina og svo á móti í Manchester um miðjan næsta mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×