Lewis Hamilton dæmdur úr leik 2. apríl 2009 09:11 Lewis Hamilton var dæmdur fyrir að veita dómurum í Ástralíu villandi upplýsingar eftir atvik í Melbourne um síðustu helgi. Mynd: AFP Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira