Roger Federer og Serena Williams eru Heimsmeistarar Alþjóðatennissambandsins fyrir árið 2009 en þetta eru verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í risamótunum fjórum, mótaröðinni, Davis-bikarnum og Fed-bikarnum.
Þetta er í fimmta sinn sem Roger Federer er útnefndur heimsmeistari en Williams fékk þessa viðurkenningu í annað skiptið.
Roger Federer vann tvö risamót á árinu, opna franska á Roland Garros og Wimbledon mótið en hann hefur nú unnið fimmtán risamót á árinu sem er met.
Williams vann opna ástralska og Wimbledon en komst mest í fréttirnar fyrir að missa algjörlega stjórn á skapinu við að mótmæla dómi á opna bandaríska mótinu. Williams fékk 175 þúsund dollara sekt og er á skilorði næstu tvö árin.
Federer og Serena best á tennisvellinum á árinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
