Roger Federer keppir til úrslita á opna franska meistaramótinu gegn svíanum Robin Soderling eftir hreint ótrúlegan leik gegn ungstirninu Juan Martin del Potro í dag. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórkostlegir.
Hinn ungi Del Potro lét Federer svo sannarlega hafa fyrir sigrinum. Hann vann fyrsta settið 6-3 en tapaði mjög naumlega í öðru setti. Del Potro komst í 2-1 en Federer jafnaði aftur í 2-2.
Leikurinn var jafn og spennandi og tilþrifin hjá báðum á tímum mögnuð.
Federer vann síðasta settið að lokum 6-3 og tryggði sig áfram með 3-2 sigri eftir hetjulega baráttu Del Potro.
Úrslitaleikurinn á Roland Garros fer fram á sunnudag.
Sjá einnig:
Svíi í úrslitin á opna franska
Sport