Viðskipti erlent

Halli á vöruskiptum í Japan

frá útsölu í japan Alþjóðlega efnahagsreppan hefur snert mjög við efnahag Japana sem gera út á útflutning.Fréttablaðið/AFP
frá útsölu í japan Alþjóðlega efnahagsreppan hefur snert mjög við efnahag Japana sem gera út á útflutning.Fréttablaðið/AFP

Halli var á vöruskiptum Japana í mars, sá fyrsti sem sést hefur þar í landi í 28 ár. Þrátt fyrir þetta voru vöruskipti jákvæð um ellefu milljarða jena í mánuðinum. Það jafngildir 14,6 milljörðum íslenskra króna.

Útflutningur dróst saman um 45,6 prósent og innflutningur um 36,7 prósent frá sama tíma í fyrra. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við væntingar.

Mest munar um síminnkandi eftirspurn en áður eftir bílum og rafmagnstækjum í Bandaríkjunum og Evrópu eftir því sem efnahagskreppan hefur bitið fastar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×